Monday, November 9, 2015

Of stór hringur

Það er í nógu að snúast í V70 þessa dagana. Við erum að ná lendingu með matinn (ekki seinna vænna) og ákváðum að prófa að máta hringana, sem var kannski gott. Minn er nefnilega of stór. Vúps! Þarf að tékka hvort ég fái hann ekki minnkaðan fyrir brúðkaupið. Annars gengur allt vel, við ætlum að hitta ljósmyndarann á morgun og einnig kokkana okkar. Ég held að hver dagur í dagbókinni sé núna bókaður í eitthvað brúðkaupstengt. Get ekki sagt að þetta sé leiðinlegt ferli ;) 

Annars var ég gæsuð á laugardaginn en ætla ekkert að segja neitt frá því, það verður bara að koma eftir brúðkaupið ;) 

-Steinunn

Sunday, November 1, 2015

20 dagar...

...og to do listinn lengist ;)

Þetta er samt allt á réttri leið. Spennan eykst jafnt og þétt og við fetum skref fyrir skref í átt að altarinu. Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á matseðilinn, lagaval fyrir athöfnina og vinna okkur niður to do listann okkar. Fötin eru tilbúin fyrir utan skó fyrir stelpurnar og smá lagfæringar á kjólum. Búið að panta greiðslur fyrir kvenkynið. Framkvæmdastjórnin fer í vettvangsferð í salinn í næstu viku að skoða aðstæðurnar og einnig hittum við prestinn til að spjalla um athöfnina ;)






Saturday, October 10, 2015

Allt að gerast...

Í gær fórum við í ferð í Ikea að kaupa ýmislegt skemmtilegt fyrir brúðkaupið og í dag var einnig farið í búðaráp. Markmið dagsins var að finna kjól á Emilíu, skó á báðar stelpurnar, skyrtu, bindi og skó á Bjössa. Það bar vel í veiði og núna eigum við bara eftir að kaupa skó á stelpurnar. Við ákváðum að bíða aðeins með þá því brátt koma jólavörurnar í búðir og þá ættum við að rekast á hentuga skó fyrir þær :)

Annars gengur undirbúningurinn vel, fólk er byrjað að melda sig og það stefnir í skemmtilegt partý ;) Það væri gott að fá að vita ef einhverjir eru með alvarleg ofnæmi sem taka þarf tillit til, t.d. hnetuofnæmi eða slíkt. Við erum nefnilega einmitt að vinna í matseðlinum ;)


Kveðja,

Steina og Bjössi

Sunday, September 27, 2015

Skipulagning með veislustjórum

Eitt af því sem er mikilvægt að gera fyrir brúðkaup er að setjast MJÖG reglulega niður með veislustjórum og skipuleggja. Ég er reyndar svo heppin með veislustjóra, þær eru mjög dedíkeraðar og taka hlutverk sitt MJÖG alvarlega. Svo alvarlega að nauðsynlegt er að skreppa í utanlandsferð saman til að skipuleggja hele batteriet. Við skytturnar þrjár erum því á leiðinni til Birmingham að "skipuleggja" og æfa okkur í mikilvægum athöfnum eins og að lyfta glösum. Ferðin var reyndar ákveðin áður en ég klíndi á þær þessu hlutverki en við skulum bara segja að þetta hafi verið meant to be ;) 
24. september 2015

Kjóllinn er kominn, hann er fullkominn! 



23. september 2015

Stundum virðast hlutirnir ganga alveg upp af sjálfu sér. Við höfðum haft samband við ákveðna söngkonu um að syngja í athöfninni hjá okkur, hún gat því miður ekki tekið að sér verkefnið þar sem hún var bundin í öðru verkefni á sama tíma. Nú var hún hins vegar að hafa samband og bjóðast til að taka verkefnið að sér. Við erum að sjálfsögðu himinlifandi fyrir okkar hönd en vonum að hitt verkefnið hafi nú ekki valdið henni hugarangri. Kannski var þetta allt saman meant to be, eitt er þó víst að það verður afar fallegur söngur í athöfninni hjá okkur. 

22. september 2015

Nú eru boðskortin farin að berast gestunum okkar og fyrsta RSVP-ið barst okkur í dag. Nú er bara að vona að sem flestir komist til að njóta dagsins með okkur. Kjóllinn hennar Steinunnar er kominn til landsins og situr í tollinum og bíður eftir að vera leystur út. Spennandi að sjá hvernig hann lítur út.