Sunday, September 27, 2015

Skipulagning með veislustjórum

Eitt af því sem er mikilvægt að gera fyrir brúðkaup er að setjast MJÖG reglulega niður með veislustjórum og skipuleggja. Ég er reyndar svo heppin með veislustjóra, þær eru mjög dedíkeraðar og taka hlutverk sitt MJÖG alvarlega. Svo alvarlega að nauðsynlegt er að skreppa í utanlandsferð saman til að skipuleggja hele batteriet. Við skytturnar þrjár erum því á leiðinni til Birmingham að "skipuleggja" og æfa okkur í mikilvægum athöfnum eins og að lyfta glösum. Ferðin var reyndar ákveðin áður en ég klíndi á þær þessu hlutverki en við skulum bara segja að þetta hafi verið meant to be ;) 

No comments:

Post a Comment