Sunday, September 27, 2015

Skipulagning með veislustjórum

Eitt af því sem er mikilvægt að gera fyrir brúðkaup er að setjast MJÖG reglulega niður með veislustjórum og skipuleggja. Ég er reyndar svo heppin með veislustjóra, þær eru mjög dedíkeraðar og taka hlutverk sitt MJÖG alvarlega. Svo alvarlega að nauðsynlegt er að skreppa í utanlandsferð saman til að skipuleggja hele batteriet. Við skytturnar þrjár erum því á leiðinni til Birmingham að "skipuleggja" og æfa okkur í mikilvægum athöfnum eins og að lyfta glösum. Ferðin var reyndar ákveðin áður en ég klíndi á þær þessu hlutverki en við skulum bara segja að þetta hafi verið meant to be ;) 
24. september 2015

Kjóllinn er kominn, hann er fullkominn! 23. september 2015

Stundum virðast hlutirnir ganga alveg upp af sjálfu sér. Við höfðum haft samband við ákveðna söngkonu um að syngja í athöfninni hjá okkur, hún gat því miður ekki tekið að sér verkefnið þar sem hún var bundin í öðru verkefni á sama tíma. Nú var hún hins vegar að hafa samband og bjóðast til að taka verkefnið að sér. Við erum að sjálfsögðu himinlifandi fyrir okkar hönd en vonum að hitt verkefnið hafi nú ekki valdið henni hugarangri. Kannski var þetta allt saman meant to be, eitt er þó víst að það verður afar fallegur söngur í athöfninni hjá okkur. 

22. september 2015

Nú eru boðskortin farin að berast gestunum okkar og fyrsta RSVP-ið barst okkur í dag. Nú er bara að vona að sem flestir komist til að njóta dagsins með okkur. Kjóllinn hennar Steinunnar er kominn til landsins og situr í tollinum og bíður eftir að vera leystur út. Spennandi að sjá hvernig hann lítur út.