Monday, November 9, 2015

Of stór hringur

Það er í nógu að snúast í V70 þessa dagana. Við erum að ná lendingu með matinn (ekki seinna vænna) og ákváðum að prófa að máta hringana, sem var kannski gott. Minn er nefnilega of stór. Vúps! Þarf að tékka hvort ég fái hann ekki minnkaðan fyrir brúðkaupið. Annars gengur allt vel, við ætlum að hitta ljósmyndarann á morgun og einnig kokkana okkar. Ég held að hver dagur í dagbókinni sé núna bókaður í eitthvað brúðkaupstengt. Get ekki sagt að þetta sé leiðinlegt ferli ;) 

Annars var ég gæsuð á laugardaginn en ætla ekkert að segja neitt frá því, það verður bara að koma eftir brúðkaupið ;) 

-Steinunn

No comments:

Post a Comment