Saturday, October 10, 2015

Allt að gerast...

Í gær fórum við í ferð í Ikea að kaupa ýmislegt skemmtilegt fyrir brúðkaupið og í dag var einnig farið í búðaráp. Markmið dagsins var að finna kjól á Emilíu, skó á báðar stelpurnar, skyrtu, bindi og skó á Bjössa. Það bar vel í veiði og núna eigum við bara eftir að kaupa skó á stelpurnar. Við ákváðum að bíða aðeins með þá því brátt koma jólavörurnar í búðir og þá ættum við að rekast á hentuga skó fyrir þær :)

Annars gengur undirbúningurinn vel, fólk er byrjað að melda sig og það stefnir í skemmtilegt partý ;) Það væri gott að fá að vita ef einhverjir eru með alvarleg ofnæmi sem taka þarf tillit til, t.d. hnetuofnæmi eða slíkt. Við erum nefnilega einmitt að vinna í matseðlinum ;)


Kveðja,

Steina og Bjössi